Fundir og veislur

1

"Esjustofa er yndisleg með frábæra aðstöðu fyrir fundi í notalegu umhverfi" 

Ragnhildur Helgadóttir, Mannauðsstjóri og náttúruunnandi

Esjustofa býður fyrirtækjum og einstaklingum uppá góða aðstöðu til að halda fundi og veislur í einstöku og notalegu umhverfi við Esjurætur.

Salurinn í Esjustofu er fallegur og hlýr getur tekið yfir 40 manns í sæti. Hann er vel útbúinn fyrir fundi og veislur með 75" flatskjá og góðu hljóðkerfi.

Við förum vel yfir upplegg fundar eða veislu með ykkur og aðlögum borðaskipan, þjónustu og veitingar að ykkar þörfum.

Starfsfólk Esjustofu heldur vel utan um hvern viðburð svo þið getið notið fundar eða fagnaðar.

Umhverfið býður uppá möguleika að njóta útivistar, gönguferð um hlíðar Esju og skoða skógræktina á Mógilsá. Tilvalið að skoða sig um hluta úr degi, fá sér ferskt loft og njóta náttúrunnar.

Sendið okkur fyrirspurn á: sigridur@esjustofa.is eða info@esjustofa.is

Sími: 5653200

Hlökkum til að heyra frá þér!

2

"Tilvalinn staður fyrir meðalstóra fundi og mannfagnaði"

Hjalti Gylfason, Verkfræðingur & paradísarfugl

Esjustofa Café

Mógilsá, 162 Reykjavík

By the roots of Mount Esja

Tel: +354 5653200

e-mail: info@esjustofa.is